Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur fækkað um 200 á milli ára eða um það bil tíu prósent. Umsóknum frá Venesúela hefur fækkað talsvert en óvíst er hvort umsóknum þaðan haldi áfram að fækka eða taki að fjölga á ný. Langflestir umsækjendur eru frá Úkraínu. Umsóknum frá Úkraínu fjölgaði þó í september 2025 eftir að úkraínsk stjórnvöld veittu karlmönnum á aldrinum 18 til 22 ára heimild til að yfirgefa landið. Hún segir umsóknum frá Venesúela hafa fækkað til muna. Áður hafi umsækjendum þaðan gjarnan verið veitt viðbótarvernd miðað við ástandið þar í landi á þeim tíma. Síðan þá hafi flestum umsóknum frá Venesúela verið synjað, eða um 70%. Hin 30% hafi í flestum tilfellum fengið mannúðarleyfi. Í dag sé aftur á móti mikil óvissa í þeim efnum eftir að Bandaríkin handtóku forseta landsins og lýstu því yfir að þau stjórnuðu landinu. Umsóknum um alþjóðlega vernd frá Venesúela hefur fækkað talsvert á undanförnum árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir óvíst hvort sú þróun haldi áfram í ljósi nýlegra atburða þar í landi. Langflestir umsækjendur eru frá Úkraínu. „Það er mikil óvissa núna og við erum bara að fylgjast með ástandinu og vinna umsóknirnar. Við erum í samskiptum við Norðurlöndin, við erum með aðila í Venesúela sem við erum í samstarfi við. Þannig að, en þetta er bara svo nýtt, en jú það er klárlega mikil óvissa og við gerum ekki ráð fyrir færri umsóknum almennt í ár og eflaust ekki frá Venesúela.“ Umsóknum hafi einnig tekið að fjölga frá öðrum ríkjum. „Við merkjum alveg aukningu frá öðrum löndum þá helst frá Palestínu, Úganda og Kína. Úganda er helst það eru einstaklingar sem koma sem námsmenn sem að sækja síðan um alþjóðlega vernd.“