Hvert var sam­komu­lagið?

Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál.