Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Bæjarins besta um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar síðustu ára. Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á 25% endurgreiðslum af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi, eða 35% að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Í fyrra námu endurgreiðslurnar 6,5 milljarði króna. Er það svipuð fjárhæð og ríkið fær með […]