Ég var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók þátt í því að móta stefnuna sem borgin hefur þróast eftir. Ég var í hópnum sem gerði nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík árið 2014 og mér finnst rétt stefna hafa verið tekin. En núna vil ég gera breytingar og ég vil að Pétur Marteinsson leiði þær breytingar. Pétur er alvöru urbanisti, áhugamaður um borgina og hefur þekkingu og reynslu til að tryggja að hún þróist í rétta átt.