Maður ársins og slökkvi­liðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst

Meðal verkefna Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring var að aðstoða álft sem var frosin föst á læknum í Hafnarfirði. Slökkviliðinu tókst að leysa álftina úr prísundinni og hélt álftin svo áfram leið sinni um lækinn.