Stuðnings­menn klerka­stjórnarinnar fjöl­menna á götum Tehran

Ríkismiðlar í Íran hafa í morgun birt myndefni frá fjölmennum mótmælum í Tehran, höfuðborg landsins. Mótmælin beindust þó ekki gegn ríkisstjórninni heldur til stuðnings hennar gegn meintri hryðjuverkastarfsemi Ísrael og Bandaríkjanna.