Kjúklingur sem Matfugl framleiddi undir vörumerkjunum Ali og Bónus með rekjanleikanúmerinu 011-25-49-6-64 hefur verið innkallaður. Fyrirtækið segir að grunur hafi vaknað um salmonellusmit. Ekki sé búið að staðfesta að grunurinn sé á rökum reistur en þó þyki rétt að innkalla kjötið. Þær vörur sem eru innkallaðar eru heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar og kryddleginn heill fugl sem var pakkað 8. og 9. janúar. Varan er til sölu í verslunum Krónunnar og Bónuss. Fólk er hvatt til að skila vörunum til Matfugla eða í búðina þar sem hún var keypt. Matfugl segir að kjúklingurinn sé hættulaus sé farið eftir leiðbeiningum á umbúðum. Eldaðir kjúklingar.Shutterstock