Hefja heildarmælingu á loðnu upp úr næstu helgi

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fann loðnu eftir allri landsgrunnbrúninni að Kolbeinseyjarhrygg og vestur fyrir hann þar sem þéttleikinn var mestur. Loðnan er skammt á komin í hrygningargöngunni austur fyrir land.