Úr út­varpinu í orkumálin

Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2.