Sér fyrir endann á Mozzarella-skorti

Mozzarella-ostur er byrjaður að streyma í verslanir á ný eftir að hafa verið nánast ófáanlegur frá áramótum. Unnendur hins ítalskættaða osts hafa gripið í tómt undanfarna daga þar sem Mjólkursamsalan réði illa við mikla eftirspurn um hátíðarnar. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar, segir ástandið hafa verið bagalegt og viðurkennir að fyrirtækið hafi verið of seint að bregðast við. „Ostarnir eru núna komnir aftur í verslanir og skorturinn sem betur fer úr sögunni,“ segir Aðalsteinn. Sagafilm