Hækka verðmatið á Brim sem er samt tals­vert undir markaðs­gengi

Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi.