Veðurblíðan hefur nýst vel til útiverka

Tíðarfar norðan heiða undanfarið hefur verið gott og nýst vel til framkvæmda. Það hefur starfsfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga nýtt sér og unnið við undirbúning fyrirhugaðra framkvæmda nýhafins árs. Snjóleysi fylgir vissulega að gönguskíðafólk hefur lítið getað skíðað í Kjarnaskógi á þessum vetri, en ekki er öll nótt úti enn hvað það varðar.