BBC reynir að fá skaðabótamáli Trumps vísað frá dómi

Stjórnendur breska ríkisútvarpsins hafa lagt fram beiðni fyrir dómstóli á Flórída í Bandaríkjunum um að skaðabótamáli sem Donald Trump Bandaríkjaforseti höfðaði gegn fjölmiðlinum verði vísað frá dómi. Sky-fréttastofan greinir frá og vísar í dómskjöl. BBC telur að dómstóll á Flórída hafi ekki lögsögu yfir sér þar sem heimildarmyndin hafi hvorki verið gerð í Flórída né sýnd þar. Að auki hafi forsetinn ekki sýnt fram á að BBC hafi sýnt heimildarmyndina af illum hug. Trump stefndi BBC eftir að í ljós kom að tvenn ummæli hans í ræðu 6. janúar 2021 höfðu verið klippt saman í heimildarmynd þannig að þau virtust mynda eina heild. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.EPA / BONNIE CASH / POOL