Ríkið sak­fellt í einu máli en sýknað í öðru

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 17 ára þegar brotið átti  sér stað. Málið er eitt af níu sem dómstóllinn er að taka til skoðunar og varðar allt mál sem felld voru niður við rannsókn hjá lögreglunni.