Myndir: Allt til skoðunar varðandi eldsupptök

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór upp úr klukkan eitt í dag í fyrsta sinn inn í skemmuna sem brann í Gufunesi til að hefja rannsókn á vettvangi. Fram að því var ekki talið öruggt að fara inn í húsið.