Þarf að spila með línumann?

Í hefðbundinni sóknaruppstillingu handboltaliða spila þau oftast með tvo hornamenn, tvær skyttur, leikstjórnanda og línumann. Stundum bæta lið við öðrum línumanni eða taka markmanninn úr marki og leika með með fjóra fyrir utan. Sjaldgæfara er að liðin sleppi línumönnunum alveg en þó hafa nokkrir þjálfarar tekið upp á að prófa það. Einn þeirra er Bob Hanning, þjálfari Ítalíu, og vill með því koma andstæðingnum á óvart sem er væntanlega óvanari því að verjast kerfinu. Ef eitthvað lið, þá það íslenska Ísland mætir einmitt Ítalíu í fyrsta leik sínum á EM næsta föstudag. Í Biðstofunni, upphitunarþætti RÚV fyrir mótið, ræddi Logi Geirsson kerfið og velti því fyrir sér hvort það gæti hentað Íslandi að spila án línumanna: „Ef að eitthvað lið sem spilar á þessu móti er með leikmenn í að spila með fjóra útileikmenn þá eru það við.“ Aron Pálmarsson, sérstakur leynigestur þriðja þáttar, sagði að það gæti vel passað fyrir íslenska liðið en Kári Kristján Kristjánsson, sem leikur sjálfur sem línumaður, gaf lítið fyrir og hélt að hinir væru að grínast: „Komið með eitt sigurlið með lélegan línumann.“ Aron stóðst ekki mátið og skaut á félaga sinn: „Varðstu ekki einhvern tímann Íslandsmeistari?“ Hér má sjá Biðstofuna ræða línumannsstöðuna: Fyrsti andstæðingur Íslands á EM karla í handbolta er Ítalía. Þjálfari þeirra Bob Hanning er óhræddur við að prófa nýja hluti og til að mynda sækir liðið stundum án línumanns. Biðstofan ræddi þessa útfærslu og hvort hún gæti hendað íslenska liðinu. Alla þrjá þætti Biðstofunnar má finna í Spilara RÚV og á öllum helstu hlaðvarpsveitum, hér má til dæmis hlusta á þriðja þáttinn á Spotify: Fyrsti andstæðingur Íslands á EM karla í handbolta er Ítalía. Þjálfari þeirra Bob Hanning er óhræddur við að prófa nýja hluti og til að mynda sækir liðið stundum án línumanns. Biðstofan ræddi þessa útfærslu og hvort hún gæti hendað íslenska liðinu.