Talið er að mun fleiri hafi látist í átökum mótmælenda og klerkastjórnarinnar í Íran en áður hefur komið fram. Fjölmiðlarnir CBS News og Iran International hafa heimildir fyrir því að 12 þúsund manns hafi fallið í valinn og segir í umfjöllun CBS News að mögulega hafi allt að 20 þúsund manns fallið.