„Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur.