Framkvæmdir í ár taldar skapa 241 ársverk

Miklar framkvæmdir eru áformaðar á Keflavíkurflugvelli á næstu árum og taka þær bæði til flugvallarins sjálfs sem og flugstöðvarbyggingarinnar. Áætlað er að áformaðar framkvæmdir á þessu ári muni skapa ríflega 240 ársverk, bein og óbein.