Clinton-hjónin neita að bera vitni í Epstein-málinu
Bill og Hillary Clinton neituðu á þriðjudag að bera vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Þar með harðnaði í margra mánaða deilu hjónanna við James R. Comer, þingmann Repúblikana frá Kentucky.