Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, er svekktur með að hafa ekki verið boðið að taka þátt í heimildarmynd um uppgang og sigursæla tíma liðsins. Fyrrverandi leikmenn gagnrýna ýmis vinnubrögð hans í myndinni. Guðmundur segir þá baktala sig og fara með rangt mál.