Í heimildarmyndinni Þórarinn Eldjárn - Húmor er oft ekkert grín ræðir Arthúr Björgvin Bollason við skáldið og rithöfundinn Þórarin Eldjárn og vinir og samferðarmenn tala um kynni sín af honum. Í þættinum segist Þórarinn frekar kjósa að skapa og leggja eitthvað fram í þágu íslenskunnar, frekar en að nöldra og leiðrétta.