KR, Valur og Stjarnan unnu í leikjum kvöldsins í körfuboltanum

Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. KR, Valur og Stjarnan unnu sína leiki. KR fékk Tindastól í heimsókn og vann þægilegan sigur, 82-64. KR er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Njarðvíkur en sem á leik til góða. Rebekka Rut Steingrímsdóttir skoraði 23 stig fyrir KR í kvöld.Mummi Lú Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Stjarnan yfir gegn Keflavík og vann 92-78. Keflavík er í 6. sæti með 16 stig eftir leikinn en Stjarnan þokast nær með 12 stig í 7. sætinu. Valur var með frumkvæðið stærstan hluta leiks síns gegn Ármanni en Ármann náði þó að komast yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar var Valur þó sterkari aðilinn og vann 83-79. Stöðuna í deildinni má sjá hér.