Trump sýndi verka­manni puttann

Donald Trump Bandaríkjaforseti sást sýna verkamanni puttann í heimsókn sinni í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í dag. Atvikið átti sér stað eftir að hinn sami virtist saka forsetann um að slá skjaldborg um barnaníðinga.