Von­góð um stuðning Mið­flokksins

Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum.