Treyjur íslenska handboltalandsliðsins eru nær alltaf á milli tannanna á fólki í upphafi nýs árs. Hvar eru þær? Hvenær koma þær? Af hverju er svona mikið af auglýsingum? Er Kempa málið? Var B-keppnisbúningurinn sá flottasti? Núna ætlum við að skera úr um hvaða treyja er sú flottasta í sögunni. Við skoðum alla söguna frá 1957 þar sem ótal landsliðsfólk hefur klæðst treyjunni bláu, hvítu eða rauðu. Hvaða treyja yrði langsöluhæsta flík landsins samkvæmt einum álitsgjafa? Íþróttadeild RÚV setti saman sérstakan álitsgjafahóp til að skera úr um flottasta búning í sögu landsliða KSÍ. Sumir segja að þær séu ekki flottar nema þær séu harpixaðar í gegn. Frá Adidas til Puma, með stoppi í Kempa og svo aftur til Adidas. Þetta eru flottustu búningar sögunnar. „Að sjá Alfreð Gísla í þessum búning með kassann úti er alvöru dæmi“ - Gunnar Steinn Jónsson um treyjuna frá 1987. Hópinn skipa: Kristín Guðmundsdóttir, fyrrum landsliðskona. Róbert Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður og bolahönnuður undir listamannsnafninu Þessi Feiti. Sindri Snær Jensson, athafnamaður og tískugúrú. Theodór Ingi Pálmason, handboltasérfræðingurinn Teddi Ponza. Einar Örn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður og íþróttafréttamaður á RÚV. Gunnar Steinn Jónsson, fyrrum landsliðsmaður og bolahönnuður. Ragnheiður Júlíusdóttir, fyrrum landsliðskona og förðunarfræðingur. Saga Sif Gísladóttir, fyrrum landsliðskona og fatahönnuður með merkið Sage by Saga Sif. Hrafnheiður Skúladóttir, fyrrum landsliðskona. Robbi Gunn: „Þvílíkur nostalgíubúningur. Fór á alla leiki Íslands með pabba á HM 95. Hver er sá flottasti? Álitsgjafar voru beðnir um að raða upp tíu flottustu búningunum að þeirra mati. Sá í fyrsta sæti fær tíu stig, sá í öðru níu, og þannig koll af kolli þar til að tíunda sætið fær eitt stig. Treyjuframleiðendur Íslands í gegnum tíðina Hummel Adidas Pumpa Kempa Adidas Flottustu búningar í sögu handboltalandsliðanna: Hvað með alla hina? Búningurinn frá 1989 hlaut algjöra yfirburðarkosningu, en það eru þó nokkrir aðrir sem fengu sinn skerf af ást frá álitsgjöfunum. HM í Japan: „Geir Sveinsson eins og grískt goð“ Treyjan frá heimsmeistaramótinu í Kumamoto í Japan hreif marga. Ísland náði þar sínum besta árangri á HM í sögunni, 5. sæti. Valdimar Grímsson var þriðji markahæstur og var valinn í heimsliðið í hægra horninu. Icelandic Seafood auglýsingin vakti mikla athygli. Sindri Snær Jensson: „Mjög flottir Adidas-búningar og tryllt mynd af Geir Sveins og Duranona.“ Teddi Ponza: „Loka augunum og sé fyrir mér Geir Sveinsson eins og grískt goð sem fyllir vel upp í hana. Ekki var Duranona mikið síðri í henni. Sponsorarnir endurspegla líka okkar helstu útflutningsgreinar árin á eftir. Banki og sjávarútvegur.“ Kristín Guðmundsdóttir: „Þessi er alveg hræðilegur, of stór, illa samsettur. Svo var þetta í fyrsta skipti sem Icelandair-auglýsing er ekki í búningi og ástæðan var að auglýsa fiskinn. Við hefðum betur átt að halda okkur bara við Icelandair-auglýsingu.“ Puma með sterkan leik? Puma kom inn í leikinn um aldamótin og átti nokkra athyglisverða búninga. Sindri Snær Jensson: „Flott innkoma hjá Puma.“ Einar Örn Jónsson: „Langt í frá flottasta treyjan en þetta var fyrsta stórmótið mitt og það væru afglöp að nefna hana ekki.“ Um Puma búninginn frá 2001 Gunnar Steinn Jónsson: „Ég ætla að veita þessum búningi sæti bara fyrir það að vera greinilega sérhannaður fyrir íslenska landsliðið. Við erum með alla þrjá litina og síðan fánalitina bæði í kraga og á ermum. Kraginn er líka skemmtilegur á handboltabúning og býður upp á smá stæla. Búningurinn er kannski ekki mjög fagur en þessi atriði vega hann upp.“ Kristín Guðmundsdóttir: „Þessi finnst mér ekki vel heppnaður búningur, litasamsetningin var bara ekki góð og ég fílaði þennan aldrei.“ Puma búningurinn 2002-2003 Ragnheiður: „Skemmtilega öðruvísi, með einstakan kraga og ermar.“ Flottasti búningurinn? Gunnar Steinn Jónsson vakti sérstaklega athygli á búningi Íslands frá Ólympíuleikunum 1992. Liðið fór alla leið í bronsleikinn þar sem liðið mátti þola tap gegn Frökkum. Myndir af búningnum eru illfáanlegar, eins og reyndar með mikið af myndum í gegnum tíðina úr handboltanum. En glæsilegur er hann og sagan hans Gunnars er góð. Gunnar Steinn: „Sá fallegasti. Allir Ólympíubúningarnir eru fallegri því þeir eru lausir við auglýsingarnar. Hér liggur fegurðin í smáatriðunum – glansandi bláar lóðréttar rendur, vítt v-hálsmál, gamla Adidas-merkið, Ólympíuhringina, stórt ÍSLAND fyrir ofan númerið á bakinu og það sem mér finnst fallegast er að íslenski fáninn er á brjósti. Það er meiri klassi og stolt í því.“ Búningurinn frá ÓL 1984 öskrar á atkvæði Búningur Íslands frá Ólympíuleikunum 1984 vakti athygli tveggja álitsgjafa. Kristín Guðmundsdóttir: „Þessi hummel er rosa flottur, stílhreinn og hefði verið geggjað að vera lengur í Hummel. Það sem ég tek eftir og mér finnst geggjað er að íslenski fáninn er á búningnum, ég sakna þess smá að hafa fánann okkar í stað sambandsmerkis.“ Einar Örn Jónsson: „Níðþröng Hummel-treyja í ofsalegu snemmníu-útliti. Teinóttur og allt. Það öskrar á atkvæði.“ Flogið yfir Kempa árin Það var nær enginn búningur sem fékk ekkert atkvæði. Kempa-búningarnir frá 2017 til 2021 fengu allir atkvæði hér og þar. Sitt sýnist hverjum um Kempa en það er ákveðin skammtíma nostalgía að renna yfir úrvalið þar. Um 2017 búninginn: Saga Sif: „Þessi er í miklu uppáhaldi, flott heildarútlit á þessum búningi og tímalaus hönnun.“ Það þyrfti að fara sérstaka yfirferð yfir markmannsbúninga í gegnum tíðina. Ýmsir búningarnir sem Guðmundur Hrafnkelsson hefur klæðst eru afar athyglisverðir. Hrabba Skúla var sú eina sem gaf 2019-búningnum atkvæði. Þar spilaði það stóra rullu að Alexander Pettersson var á myndinni. Ragnheiður var sú eina sem gaf búningnum frá 2021 atkvæði en við skiljum það vel. Ísland lék reyndar í nokkur ár í afar svipaðri hönnun, sem var blá og með hvítri hönnun yfir öxlina sem breyttist lítillega milli ár. Ragnheiður: „Frekar venjulegur en það er plús hjá mér. Mér finnst flott hvernig hvítu endarnir ná saman á bolnum og stuttbuxunum. Ég spilaði sjálf í þessum og var mjög ánægð með hann.“ Hvernig eldist treyjan í ár? Við segjum þá þessari yfirferð lokið en minnum á að það er ekkert rétt eða rangt í þessu. Sá búningur sem ykkur finnst flottastur er sá flottasti. Við fylgjumst spennt með strákunum okkar í Adidas treyjunni-í ár. Svo er bara að sjá hvernig hún eldist. Vinkillinn er greinaflokkur þar sem leitast er eftir að segja áhugaverðar íþróttasögur frá hinum ýmsu sjónarhornum.