Kríta læknar vottorð liðugt?

Fyrirsögnin er kannski ekki í samræmi við málvenju, en tilefnið gefur tilefni til að víkja frá henni. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar sem ég sit í beindi sjónum sínum að háu veikindahlutfalli borgarstarfsmanna. Það virðist loks hafa orðið til að beina kastljósi að þessu gamla vandamáli.