Hlaupasérfræðingur segir að nýtt Íslandsmet Baldvins Þórs í tíu kílómetra hlaupi komi honum á kortið með betri hlaupurum Evrópu. Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi um tæpa mínútu í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Hlauparinn hefur verið á mikilli siglingu síðustu mánuði en hann setti Íslandsmet í greininni í október í fyrra.