Á­kall til önugra femín­ista – Steinunni í borgar­stjórn!

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir stjórnmálum. Ég upplifi stjórnmálaflokka og fólk vera of keimlík og þreytist fljótt á að hlusta á endurtekin loforð. Ég er almennt svartsýn og geðill að eðlisfari þannig ég að erfitt með að peppa mig upp í stemningu sem mér finnst bæði vera þunn og þvinguð.