Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook
Iðnaðarmenn segja eftirspurn eftir svartri vinnu að aukast hér á landi. Þeim fjölgi sem sæki í iðnaðarmenn með óljós réttindi á samfélagsmiðlum. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með hækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna.