„Við höfum fundið samtals 24 milljónir í fyrstu tveim seríunum,“ sagði Arnar Þór Ólafsson í Morgunútvarpinu á Rás 2. Arnar Þór og Hrefna Björk Sverrisdóttir stýra þættinum Viltu finna milljón? á Sýn en þriðja þáttaröð fer í loftið í næstu viku. Þau mættu með góðar sögur og nokkur vel valin sparnaðarráð í Morgunútvarpið á Rás 2. Hlustað á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. Bókstaflega öll fjármálin eru undir í þáttunum og keppendur opna bókhaldið upp á gátt. „Þau eru alla keppnina að taka öll fjármálin í gegn og reyna að standa sig eins vel og þau geta á öllum sviðum,“ sagði Hrefna. Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klikkan 7 og 9.