Kerfið brugðist bæði börnum og kennurum

Inga Sæland mennta- og barnamálaráðherra segir ár læsis gengið í garð. Hún segir mikilvægt að börn og foreldrar þeirra geti treyst á að aðferðir við lestrarkennslu byggist á traustum vísindalegum grunni. Kerfið segir hún hafa brugðist hvort tveggja börnum og kennurum.