Stillt verður upp á framboðslista hjá Samfylkingunni á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Þetta var samþykkt á félagsfundi á mánudag. Uppstillingarnefnd var kosin sem leggur tillögu sína að framboðslista fyrir félagsfund. Samfylkingin fékk einn bæjarfulltrúa af ellefu í síðustu kosningum og er í minnihluta. Flokkurinn fær nýjan oddvita því Hilda Jana Gísladóttir gefur ekki kost á sér áfram. Frá Akureyri.RÚV / Kristófer Óli Birkisson