Refsiréttarnefnd skoðar dóminn

Dómsmálaráðuneytið hyggst fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu, er varða rannsókn og meðferð kynferðisbrota, og meta hvort og þá með hvaða hætti tilefni sé til frekari úrbóta. Þá hefur ráðuneytið óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar.