Lenti í Keflavík vegna bilunar

Boeing 767-300ER-farþegaflugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines, flug 21 á leið frá Amsterdam í Hollandi til Houston í Texas, lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi á mánudaginn með 194 farþega og tíu í áhöfn um borð vegna vélarbilunar. Frá þessu greinir fréttasíða FOX 26 í Houston.