Júlía Sylvía og Manuel skautuðu inn í úrslit

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza voru fyrst á ísinn í dag og opnuðu því mótið. Parið gerði vel á svellinu og enduðu með einkunnina 57,45 fyrir æfingar sínar. Það skilaði þeim níunda sætinu og farseðli í úrslitahluta mótsins. Í dag var stutt prógram á dagskrá en í úrslitum fara pörin með langt prógram. Hér er hægt að sjá keppni dagsins, Júlía og Manuel eru fyrst á ísinn. Þetta er í annað sinn sem parið keppir á EM. Síðast kepptu þau í ársbyrjun í fyrra og enduðu í 18. sæti. Parið hafði sett sér það markmið að komast inn í úrslitahlutann þetta mótið og það varð sannarlega eftir. Anastasiia Metelkina og Luka Berulava enduðu efst með 75,96 í einkunn. Úrslitin í beinu streymi annað kvöld Úrslitahluti mótsins fer fram annað kvöld klukkan 19:00. Alþjóðaskautasambandið sýnir beint frá mótinu á Youtube-rás sinni. Hér verður hægt að fylgjast með úrslitahlutanum í beinu streymi