Fjórtándu umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta lauk í kvöld: Haukar 85-88 Ármann Grindavík 89-79 Njarðvík Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og í toppbaráttunni. Hamar/Þór er hins vegar bara með einn sigur í deildinni í vetur. Engu að síður var leikur kvöldsins spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokakaflanum. Sigrún Björg Ólafsdóttir kom Haukum þremur stigum yfir þegar hún setti niður þriggja stiga skot og tæpar sjö sekúndur eftir. Á hinum enda vallarins geigaði þriggja stiga skot Jadakiss Guinn og Haukar unnu naumt, 85-88. Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði sigurkörfuna í kvöldRÚV / Mummi Lú Grindvíkingar voru 11 stigum undir í hálfleik en unnu þó tíu stiga sigu á Njarðvík, 89-79. Staðan í deildinni