Maður grunaður um kynferðisbrot í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður sem ákærður er fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði að næturlagi og brjóta á tíu ára dreng hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson héraðssaksóknari en Vísir greindi fyrst frá. Héraðssaksóknari kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir manni á fimmtugsaldri í Hafnafirði til Landsréttar fyrr í vikunni. Á meðan málið var til rannsóknar taldi lögregla að forsendur fyrir gæsluvarðhaldi væru ekki fyrir hendi á meðan málið var rannsakað en héraðssaksóknari fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og málið kom á hans borð.