Ákvörðun í ósamræmi við lög

Ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur þáverandi matvælaráðherra, sem veitti leyfi til hvalveiða til aðeins eins árs árið 2024, samrýmdist ekki lögum. Ákvörðun ráðherrans var ekki reist á fullnægjandi mati, samrýmdist ekki kröfum um meðalhóf og var heldur ekki í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga.