Borgin segist ekki hafa upplýsingar um „aðilaskipti“ þrátt fyrir augljósa sölu á félagi

Reykjavíkurborg segist engar upplýsingar hafa um það hvort framsal eða aðilaskipti hafi átt sér stað í tengslum við Skerjafjarðarlóðir HOOS 1 ehf., þrátt fyrir að það liggi fyrir í upplýsingum hjá skattinum að félagið hefur skipt alfarið um eigendur. HOOS 1 var áður í eigu félags Péturs Hafliða Marteinssonar, Frambúðar, en Pétur býður sig fram sem oddvita í prófkjöri Samfylkingarinnar....