Meirihluti myrkurgæðanna

Götulýsingu hefur verið ábótavant í flestum hverfum Reykjavíkur undanfarna vetur vegna ónógs viðhalds og tíðra bilana. Fjölmargir ljósastaurar eru óvirkir og dæmi um að þeir hafi verið það vikum, mánuðum og jafnvel árum saman. Margar kvartanir hafa borist frá íbúum vegna óvirkra ljósastaura og lélegrar gatnalýsingar.