Nýtum kennslu­að­ferðir sem skila betri árangri

Mikil umræða er um menntamál í samfélaginu ekki síst um kosti og galla hugmyndafræðinnar skóli án aðgreiningar, hvort námsmat er birt í bókstöfum eða tölustöfum, samræmd próf og árangur á PISA prófum sem sýna samanburð á milli skólakerfa víða um heim. Mun sjaldnar er rætt um það starf sem fram fer í skólunum, kennsluhætti og áhrif mismunandi aðferða.