Enginn Surtur á boðstólum í ár

Sala á þorrabjór hefst í Vínbúðunum í dag, rúmri viku fyrir bóndadag þegar þorrinn gengur í garð. Þetta árið verða 25 tegundir þorrabjórs í sölu auk þess sem þrjár tegundir þorrabrennivíns er þar einnig að finna. Þetta er aðeins meira úrval en í fyrra þegar bjórtegundirnar voru 22.