Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþrótta­sjúk“

Silja Úlfars­dóttir er fyrsti og eini ís­lenski um­boðs­maðurinn til þessa sem er vottaður af Alþjóða frjálsíþrótta­sam­bandinu. Hún er að eigin sögn íþrótta­sjúk og ætlar sér að hjálpa til við að finna fleiri íþrótta­hetjur hér heima og koma þeim á fram­færi.