Héraðsdómur Hordaland í Bergen í Noregi dæmdi Vahid Heydari Mohammadi í gær til sextán og hálfs árs fangelsisvistar með framlengingarúrræðinu „forvaring“ fyrir að myrða fyrrverandi sambýliskonu sína á heimili hennar og brenna lík hennar því næst í bifreið.