Leik­skóli er grunnþjónusta, ekki lúxus

Við viljum að leikskólakerfið virki og að það sé í boði fyrir okkur þegar foreldrar ljúka töku fæðingarorlofs. Þetta gekk nokkurn veginn eftir í Kópavogi 2025, meðal annars vegna þess að stórir árgangar voru að útskrifast úr leikskólum og fara í grunnskóla, á meðan minni árgangar eru að koma inn í leikskólana.