Vill 1.000 króna seðla úr umferð

Norski fjármálaráðherrann Jens Stoltenberg sendi Seðlabanka Noregs bréflegt erindi í morgun þar sem hann bað stjórnendur bankans að meta hvort rétt sé að taka þúsund króna seðilinn úr umferð vegna þess hve mikil notkun hans sé í svarta hagkerfinu. Danir tóku sinn þúsund króna seðil úr umferð í fyrra.