Matvælastofnun varar við þurrkuðum nýrnabaunum

Vara við Himneskum lífrænum þurrkuðum nýrnabaunum vegna varnarefnis sem er ólöglegt að notaMAST / Matvælastofnun Matvælastofnun varar við neyslu á Himneskum lífrænum þurrkuðum nýrnabaunum sem Aðföng flytur inn vegna varnarefnis sem er ólöglegt að nota. Á vef MAST segir að neytendur sem hafa keypt vöruna skuli ekki neyta hennar, heldur farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Varan sem er merkt best fyrir dagsetningu: 03.04.2027, hefur verið innkölluð af fyrirtækinu í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.