Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir
Mýrdalshreppur er með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara af öllum sveitarfélögum landsins en 67,4 prósent íbúa þar er með erlent ríkisfang. Hlutfallið er lægst á Skagaströnd þar sem innan við sex prósent íbúa eru erlendir ríkisborgarar.