Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974.